Farandsýning um villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna
Sumrin 2022 og 2023 mun farandsýning um villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna fara um landið með styrk frá Safnaráði Íslands. Sýningin er afrakstur samstarfs við Norræna genabankann (NordGen) og aðrar norrænar stofnanir. Sýningin er á bæði íslensku og ensku og mun vera í Grasagarðinum til 6. júní 2022. Síðan fer sýningin í Glaumbæ, svo í Lystigarðinn á Akureyri og að lokum í Ásbyrgi.
Villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna eru tegundir plantna sem eru formæður nytjaplantna eða skyldar tegundir. Ólíkt nytjaplöntunum þá þurfa þessar villtu tegundir að lifa af við ólíkar aðstæður án aðkomu og viðhalds mannanna; þær vaxa því villtar í náttúrunni. Með áframhaldandi loftslagsbreytingum breytast skilyrði landbúnaðar. Til að mæta þessum breytingum mun verða þörf á nýjum eiginleikum hjá ræktuðum nytjaplöntum og þá þarf að vera hægt að leita í erfðafjölbreytni villtra plantna. Kynbótafræðingar dagsins í dag og framtíðarinnar geta leitað til þessara villtu stofna í leit að eiginleikum sem munu nýtast til að rækta fram ný yrki nytjaplantna.
Á Íslandi er fjölbreytileiki fóðurgrasa og berjategunda einkar mikill og má hér finna ættingja hveitis ásamt vallarfoxgrasi, bláberjum, jarðarberjum og kúmeni.
Sýningin verður á eftirtöldum stöðum:
Maí: Grasagarður Reykjavíkur
Júní: Byggðasafn Skagfirðinga
Júlí: Lystigarður Akureyrar
Ágúst: Vatnajökulsþjóðgarður, Ásbyrgi
NordGen-síða um villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna
Bæklingur um villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna
———-
Travelling exhibition on Crop Wild Relatives (CWR)
During the summers of 2022 and 2023, a travelling exhibition on crop wild relatives will travel around Iceland, funded by The Museum Council of Iceland. This exhibition is a joint Nordic collaboration with the Nordic Genetic Resource Centre (NordGen) and other Nordic institutions. The exhibition is in both Icelandic and English and will be in the Reykjavik Botanic Garden until June 6th 2022. Afterwards it will travel the country and be at the Skagafjörður Heritage Museum in Glaumbær, Akureyri Botanic Garden, and in Vatnajökull National Park in Ásbyrgi.
Crop wild relatives are wild plant species that are ancestors or close relatives to cultivated crops. Unlike their domesticated relatives, they must survive wild in nature without human intervention. In Iceland, the diversity of forage and berry plant species is particularly high. Examples of crop wild relatives that can be found in Iceland are relatives to wheat, clovers, blueberries, strawberries, and several species of globally important forage grasses.
Climate change is putting increased pressure on agriculture. With climate change progressing, new properties are needed in modern crops to adapt them to the changing environment. The genetic diversity of crop wild relatives is a crucial resource when plant breeders work towards adapting our crops to climate change and providing global food security.
The exhibition on crop wild relatives will be at the following locations:
Mai: Reykjavík Botanic Garden
June: Skagafjörður Heritage Museum, Glaumbær
July: Akureyri Botanic Garden