
Uppbindingar fjölæringa
Margar fjölærar plöntur eru hávaxnar og þurfa stuðning þegar líður á vaxtartímabilið. Í fræðslunni, sem Svavar Skúli Jónsson garðyrkjufræðingur stýrir, verður farið yfir hvenær er best að binda plönturnar upp og helstu uppbindiaðferðir sýndar.
