
Sýningaropnun: Lífsferill fiðrildis
Nemendur í 5. bekk Laugarnesskóla hafa unnið margvísleg verkefni um líffræðilegan fjölbreytileika. Liður í þessu þema er sýning á myndum um lífsferil fiðrildis en myndirnar eru unnar í landslag í trjásafni Grasagarðsins. Sýningin sem stendur til 4. júní er samstarfsverkefni Laugarnesskóla og Grasagarðs Reykjavíkur í tengslum við Erasmus+ verkefnið „Artists and botanical gardens: Creating and developing educational innovation“.
