
Skiptingar fjölæringa
Vorið er góður tími til að endurnýja og fjölga plöntum með skiptingu. Í fræðslunni verður farið yfir hvaða plöntum má skipta og hvenær og hvernig á að gera það.
Svavar Skúli Jónsson garðyrkjufræðingur hjá Grasagarðinum sér um fræðsluna sem hefst við aðalinngang garðsins kl. 18 miðvikudaginn 10. maí.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!
