(English below) Vel brýnd og heil verkfæri eru bestu vinir garðyrkjumannsins!
Föstudaginn 3. febrúar er Safnanótt. Þá býðst gestum og gangandi að koma í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur kl. 18-19 og læra allt um umhirðu garðverkfæra.
Starfsfólk Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands verða á staðnum til að kenna handtökin við brýningar á klippum, kantskerum, skóflum og fleiru. Þá verður farið yfir hvernig eigi að geyma verkfærin svo þau endist sem lengst.
Gefðu gömlu klippunum þínum nýtt líf með því að mæta með þær í garðskála Grasagarðsins á Safnanótt.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands og liður í Safnanótt á Vetrarhátíð.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!
—–
Learn all about how to prolong the life of your gardening tools at the Reykjavík Botanic Garden’s display greenhouse on Museum Night. The garden’s staff and friends from the Icelandic Forestry Association will teach you how to clean and sharpen your secateurs, spades, hoes and more.
The event will take place from 18:00-19:00 on February 3rd.
Admittance is free and all are welcome!