Safnadagurinn: Villtar erfðalindir nytjaplantna
Safnadagurinn: Villtar erfðalindir nytjaplantna
Magnus Göransson kynnir sýningu og verkefni um villtar plöntur á norðurslóðum sem eru náskyldar landbúnaðarplöntum. Þessar plöntur geta nýst til kynbóta nytjajurta og til að tryggja fæðuöryggi og líffræðilegan fjölbreytileika á tímum loftslagsbreytinga.
Verkefnið er styrkt af sjóði Norrænu ráðherranefndarinnar um náttúrumiðaðar lausnir.
