
Loftslagslabbið – sýningaropnun í Grasagarðinum
Vissir þú að elsta plantan í Grasagarðinum hefur bundið kolefni sem nemur kolefnisbruna meðalfólksbíls í 3 mánuði og 24 daga?
Mánudagur 5. júní kl. 17
Sýningaropnun: Loftslagslabbið
Á alþjóðlegum degi umhverfisins, mánudaginn 5. júní kl. 17, verður sýningin Loftslagslabbið opnuð í Grasagarðinum.
Loftslagslabbið er sýning/gönguferð um Grasagarðinn þar sem fjallað er um loftslagsmál út frá safngripum garðsins (plöntunum) og búsvæðum og hlutverki þeirra í að minnka loftslagsvána.
Sýningin er styrkt af Loftslagssjóði og stendur til 30. september.
