Lífrænar varnir í gróðurhúsinu
Ertu með gróðurhús eða sólskála? Eru pöddur að skemma plönturnar?
Þriðjudaginn 5. apríl nk. verður afar áhugavert námskeið haldið í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur um lífrænar varnir í gróðurhúsum og sólskálum.
Á námskeiðinu mun Bryndís Björk Reynisdóttir garðyrkjufræðingur fara yfir helstu skaðvalda í gróðurhúsum og sólskálum, fjalla um forvarnir og síðast en ekki síst hvað hægt sé að gera þegar meindýr eru á annað borða farin að láta á sér kræla.
Gestum býðst svo að skoða lífrænu varnirnar sem notaðar eru í garðskála Grasagarðsins.
Námskeiðið verður haldið í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur og hefst kl. 17:30.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
