
Illgresisganga á Laugarnestanga
Mervi Luoma fjallar um ágengar plöntur og hvað sé hægt að gera til að stemma stigu við þeim. Í göngunni býðst þátttakendum að safna ágengum plöntum sem hægt er að nota í matreiðslu. Þeir sem vilja taka jurtir heim eru beðnir um að mæta með skæri og pappírspoka fyrir söfnunina.
Fræðslan fer fram á ensku og íslensku.
Gangan hefst við bílastæði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi.
Styrkt af samfélagsstyrkjum Landsbankans.
