Í mosató
Þekkir þú barðastrý? En fjallalubba, bylgjuranda eða melhött? Allt eru þetta mosategundir sem vaxa í Grasagarði Reykjavíkur þótt þær teljist ekki til eiginlegra safngripa.
Í fræðslugöngunni mun Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur og höfundur bókarinnar Mosar á Íslandi fjalla um mosagróðurinn sem vex í Grasagarðinum.
Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins þriðjudagskvöldið 8. júní kl. 20. Þeir sem eiga eru hvattir til að mæta með lúpur eða stækkunargler í gönguna.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
