
Hádegisganga í Grasagarðinum
Er ekki tilvalið að kíkja í föstudagsgöngu hjá okkur í Grasagarðinum? Þessar göngur taka um hálftíma og eru viðfangsefnin mörg og misjöfn og helgast af því sem er í blóma hverju sinni. Göngurnar hefjast við aðalinngang garðsins kl. 12 alla föstudaga í sumar og eru svo endurteknar á ensku kl. 12:40.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!
