
Fylgdu mér heim: Gönguferð frá Grasagarðinum að Laugarnesfjöru
Hæglætisganga þar sem fjörusteinum er fylgt úr Grasagarðinum heim í Laugarnesfjöru.
Hanna Jónsdóttir stýrir leiðangri frá Grasagarðinum að Laugarnesfjöru og aftur til baka. Staldrað verður við á völdum stöðum á leiðinni og pælt í náttúrunni, árstíðunum og hvernig hægt sé að auka vellíðan í gegnum umhverfið.
Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins mánudagskvöldið 27. júní kl. 20.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin en gott er að klæða sig eftir veðri og hafa með sér vatn til að drekka á leiðinni.
*Styrkt af samfélagsstyrkjum Landsbankans.
