
Dagur villtra blóma: Plöntuskoðun á Seltjarnarnesi
Þriðji sunnudagur í júní er dagur villtra blóma á Norðurlöndunum. Í tilefni dagsins býður Grasagarður Reykjavíkur í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands, Seltjarnarnesbæ, Umhverfisstofnun, Urtagarðinn í Nesi og Flóruvini upp á gönguferð á Seltjarnarnesi. Í göngunni verða plöntur greindar til tegunda og fjallað um gróður svæðisins auk þess sem rætt verður um grasnytjar kvenna í tilefni þess að þetta er líka kvenréttindadagurinn. Gestir eru hvattir til að taka með sér flórubækur og stækkunargler.
Gangan hefst við Nesstofu/Safnatröð.
