
Dagur íslenskrar náttúru: Hádegisganga í Grasagarðinum
Sveppaskoðun: Hin fjölbreytta fúnga Íslands á Degi íslenskrar náttúru í Grasagarðinum
Í tilefni Dags íslenskrar náttúru föstudaginn 16. september nk. verður boðið upp á hádegisgöngu í Grasagarði Reykjavíkur þar sem sveppir verða í aðalhlutverki.
Í göngunni verður m.a. fjallað um lifnaðarhætti og fjölbreytileika sveppa og hvernig þekkja eigi matsveppi. Þá verður kíkt á niðurbrotssveppi og hið heillandi kerfi sveppróta í jarðveginum.
Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson líffræðingur leiðir gönguna sem hefst kl. 12 á hádegi við aðalinngang Grasagarðsins.
Gangan tekur um hálftíma, þátttaka er ókeypis og öll velkomin!
Styrkt af samfélagsstyrkjum Landsbankans.
