Velkomin í Grasagarðinn

þar sem lífið blómstrar

Um Grasagarðinn

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg. Hann tilheyrir skrifstofu umhverfisgæða sem er hluti af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Umhverfis- og skipulagsráð fer með málefni Grasagarðsins.

Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka.

Í garðinum eru varðveittir um 5000 safngripir af um 3000 tegundum. Plöntunum er komið fyrir í 8 safndeildum og gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra.

Hér er kort af Grasagarðinum

Viðburðadagatal

Hvað er á döfinni?

Engir viðburðir fundust

Fræðsla og útivera

Grasagarðurinn stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu fyrir almenning og skólahópa. Markmið fræðslunnar er að nýta hin margvíslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, dýralíf, garðmenningu og grasnytjar sem og til eflingar útiveru og lýðheilsu.

Grasagarðurinn varðveitir stóran hluta af íslensku háplöntuflórunni ásamt fjölbreyttu úrvali erlendra plantna. Heildarfjöldi tegunda, undirtegunda, afbrigða og yrkja í garðinum er um 3000.

Í garðinum eru átta safndeildir sem hver um sig geymir tegundir sem eiga eitthvað sameiginlegt til dæmis uppruna, skyldleika eða notagildi.

Móttaka og leiðsögn hópa

Í Grasagarðinum er hægt að fá lánaða græna bakpoka sem innihalda skemmtileg náttúruverkefni og fróðlega leiki fyrir leikskólahópa og nemendahópa á yngsta stigi grunnskóla. Grænu bakpokana er hægt að fá lánaða án endurgjalds alla daga á opnunartíma garðsins.

Langar hópinn þinn að fá leiðsögn um Grasagarðinn? Tekið er á móti skóla-, vinnustaða- og félagahópum allan ársins hring eftir samkomulagi.

Bókanir og nánari upplýsingar má fá hjá Björk Þorleifsdóttur í síma 411-8650 virka daga kl. 9-15 eða á botgard@reykjavik.is

Flóran Café/Bístró

Í garðskála Grasagarðins er Flóran Café/Bístró. Í einstöku umhverfi má njóta veitinga sem að hluta eru unnar úr hráefni sem ræktað er í bakgarði Flórunnar.

Flóran Café/Bístró er opin á sumrin frá klukkan 10:00 til 21:00.

Nánari upplýsingar um matseðil og opnunartíma má finna á heimasíðu Flórunnar.

Opnunartímar – sumar

Opið alla daga

Mánudagur 10:00 – 18:00
Þriðjudagur 10:00 – 18:00
Miðvikudagur 10:00 – 18:00
Fimmtudagur 10:00 – 18:00
Föstudagur 10:00 – 18:00
Laugardagur 10:00 – 18:00
Sunnudagur 10:00 – 18:00

Grasagarður Reykjavíkur – Netfang: botgard@reykjavik.is – Sími: 411 8650